Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júní 2023 21:28 Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur Indó. Vísir/Vilhelm Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Aðspurður um það hvort fjölgun viðskiptavina hafi verið hraðari síðan fréttirnar um sátt Íslandsbanka og fjármálaeftirlitsins bárust segir Haukur: „Það er erfitt að segja, þetta hafa verið fimmtíu, sextíu á dag og svo koma kippir inn á milli þegar við erum áberandi, eins og þegar við kynntum sparireikningana okkar um síðustu mánaðarmót. Það fer alveg upp í svona tvö, þrjú hundruð manns,“ segir Haukur. Slíkur kippur hafi byrjað á föstudaginn, staðið yfir um helgina og haldið áfram í dag. Greint var frá sáttinni um fimmtudagskvöldið í síðustu viku. „Maður fullyrðir ekki að þetta sé endilega tengt þessu, kannski beint eða óbeint. Það getur líka verið að það sé verið að líða að mánaðarmótum.“ Alls eru viðskiptavinir Indó í dag orðnir þrjátíu þúsund talsins. Haukur segir það vera mjög mikið, sér í lagi í ljósi þess að bankinn hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. „Það eru betri viðtökur en nokkur nýr banki í Evrópu hefur fengið, svo sannarlega sem hlutfall af markaðshlutdeild. Við erum komin með fimm til sex prósent af allri debetkortaveltu. Meira að segja bara í rauntölum, þrjátíu þúsund viðskiptavinir á sex mánuðum, það er eitthvað sem hefur ekki sést í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þannig við erum bara gríðarlega ánægð með þetta.“ Eitt að fá viðskiptavini en annað að halda þeim Haukur segir að fleira fólk sé byrjað að horfa á Indó sem raunverulegan valkost. Hann rekur það til þess sem Indó stendur fyrir. „Sem er bara að vera einföld og gagnsæ, gera þetta pínu skemmtilegt og vera ekki með þetta kjaftæði. Það virðast bara fleiri og fleiri vera að kveikja á perunni að það eru ekki bara þessir stórir þrír bankar, það eru aðrir valmöguleikar komnir fram.“ Þá eru viðskiptavinir Indó gríðarlega ánægðir samkvæmt Hauki. Hann segir að það sé líka fljótt að kvisast út. „Maður vonar að þetta sé kannski ekki bara tilkomið vegna óánægju með aðra heldur líka ánægju með það sem við erum að gera.“ Á döfinni sé svo að Indó bjóði upp á lán með haustinu. „Þá verðum við komin í svona þetta heildstæða vöruframboð og höldum svo áfram að bæta við það,“ segir Haukur. „Það er eitt að fá viðskiptavini til okkar, það getur verið út af alls konar hlutum en það er alltaf undir okkur komið að gera viðskiptavini sem eru komnir ánægða. Þannig við fókusum alltaf á það, við erum minna að velta því fyrir okkur að fá viðskiptavini inn heldur að þegar þeir koma að þeir séu þá ánægðir. Þá svona leysist hitt málið að þeir komi.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent