Hegerberg spurð út í skrópin hjá Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 10:00 Ada Hegerberg vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um Erling Braut Haaland. Getty/David Horton Norðmenn eiga tvo af bestu framherjum heims, Ödu Hegerberg í kvennaflokki og Erling Braut Haaland í karlaflokki. Norska kvennalandsliðið hefur hins vegar gert miklu betri hluti en karlaliðið og það lítur út fyrir að það sé farið að pirra Haaland verulega. Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg. Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg.
Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira