Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknar, tjáði fréttastofu í gær að stefnt yrði að því að fundurinn yrði lokaður. Það sætti nokkurri gagnrýni og segir í tilkynningu frá Alþingi í dag að fundurinn verði opinn.
Klukkan eitt koma fyrir nefndina þau Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans.
Klukkan korter í tvö mæta síðan Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárusi Blöndal, stjórnarformanni Bankasýslunnar.
Bein útsending verður frá fundinum og verður hægt að fylgjast með henni á Vísi og Stöð 2 Vísi.