Sigurður Ragnar: Erum að vinna í að fá styrkingu Kári Mímisson skrifar 28. júní 2023 22:18 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur á von á liðsstyrk í júlí. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur var að vonum vonsvikinn með 2-0 tap sinna manna gegn KR nú í kvöld. Siggi Raggi viðurkendi að betra liðið hefði sigrað en á sama tíma sagðist hann geta tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
„Ég held að allir sem hafi horft á leikinn hafi séð að þetta voru sanngjörn úrslit. Við vorum í dálitlu brasi í dag en það voru alveg jákvæðir punktar. Mér fannst við komast í ágætis stöður oft á tíðum en nýttum þær illa. Mögulega vantaði meiri gæði hjá okkur fremst á vellinum, fórum illa með góðar stöður. Við fáum á okkur mark á leiðinda tíma, stuttu fyrir leikhlé og hefðum sennilega getað gert margt betur en við erum bara að læra. Þetta er staðan hjá okkur í dag og við þurfum að gera betur í næsta leik.“ Keflavík hefur verið að vinna að því að losa leikmenn upp á síðkastið sem ekki hafi staðið undir væntingum. Sigurður segir að verið sé að vinna í því að fá inn styrkingu fyrir gluggan sem opnist 18. júlí næstkomandi. Á sama tíma vonast hann til að þeir Sami Kamel og Nacho Heras verði mættir fljótlega í lið Keflavíkur. „Við erum að vinna í því að fá inn styrkingu fram á við í glugganum og vonumst til að það fari að styttast í Sami Kamel. Við erum búnir að vera að segja þetta í sex, sjö vikur en upphaflega reiknuðum við með að þetta yrðu stutt meiðsli en þau hafa heldur betur dregist á langinn. Hann er okkar besti maður fram á við og það má segja að hann sé besti maður liðsins oft á tíðum. Við söknum hans mikið og vonumst líka til að fá Nacho í liðið, það mun styrkja okkur. Við erum að leita að styrkingum framar á vellinum sem koma þá vonandi í glugganum.“ „Glugginn núna er erfiðari“ Stefan Ljubicic hefur ekki verið í liði Keflavíkur að undanförnu. Sigurður segir að það sé óvíst hvenær hann geti spilað aftur. „Hann er með heilahristing og fær einkenni bara við það að æfa. Það er því mjög óvíst hvenær hann kemur til baka. Hann prófaði aðeins um daginn en er bara með heilahristings einkenni núna á hverjum degi.“ Sigurður segir að glugginn núna sé erfiðari en glugginn fyrir mót en á sama tíma sé hann og aðstoðarfólk hans að eyða öllum sínum tíma um þessar mundir í að leita að einhverjum leiðum til að styrkja liðið sitt. „Ég held að við eigum eftir tvo eða þrjá leiki fram að glugga og erum bara núna að eyða dögunum í að finna styrkingar fyrir okkur. Við höfum þurft að losa menn til að búa til pening fyrir nýjum mönnum. Þetta er erfiðari gluggi þar sem það eru ekkert margir á lausu sem eru á Bestu deildar getustigi, eru leikfærir og vilja koma á stuttan samning út mótið. Þetta er því alltaf erfiðari gluggi. Við þurfum bæði að reyna að bæta okkur innan liðsins en engu að síður fá inn öflugri mannskap.“ Sigurður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR og ber því væntanlega hlýjan hug til félagsins. Spurður út í möguleika KR í sumar telur Sigurður útlitið vera bjart í Vesturbænum um þessar mundir. „Ég held að þeir geti alveg farið í topp fimm, sex. Þeir eru búnir að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel sagði. Þeir eru að spila betur, eru að vinna leiki og svo er komið sjálfsöryggi í liðið þeirra á meðan við erum í basli og brasi ásamt því að það vantar svolítið inn hjá okkur. Ég held að KR muni gera gott mót“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira