Hamilton og Verstappen ósammála um stóra reglubreytingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2023 20:31 Lewis Hamilton og Max Verstappen eru langt frá því að vera sammála. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill að ný regla verði kynnt til leiks í Formúlu 1 sem segir til um hvenær lið megi byrja að vinna í bíl næsta tímabils. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki sammála. Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn