Handbolti

Þjóð­verjar heims­meistarar eftir öruggan sigur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Nils Lichtlein var öflugur hjá Þjóðverjum í dag.
Nils Lichtlein var öflugur hjá Þjóðverjum í dag. IHF

Þjóðverjar urðu í dag heimsmeistarar U21-árs liða í handbolta eftir öruggan sigur á Ungverjum í úrslitaleik. Þetta er í þriðja sinn sem Þýskaland verður heimsmeistari í aldursflokknum.

Þjóðverjar voru á heimavelli í Berlín í dag en þeir unnu lærisveina Arnórs Atlasonar í Danmörku í undanúrslitaleik í gær. Geysisterkt lið Ungverja mætti með sjálfstraust í úrslitaleikinn eftir frábæra frammistöðu gegn strákunum okkar í gær.

Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Þeir voru 14-11 yfir í hálfleik og voru vel studdir áfram af þeim 8235 áhorfendum sem troðfulltu Max Schmeling-höllina í Berlín en uppselt var á leikinn.

Í síðari hálfleik gerðu Þjóðverjar svo út um leikinn. Þeir náðu góðu forskoti töluvert fyrir leikslok og unnu að lokum öruggan sigur, lokatölur 30-23.

Þjóðverjar eru því heimsmeistarar U21-árs landsliða í handknattleik en þetta er í þriðja sinn sem þeir vinna titilinn í þessum aldursflokki en þeir unnu einnig árið 2009 og 2011. Ungverjar voru í fyrsta sinn í úrslitum en höfðu unnið til bronsverðlauna á mótinu 2005. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×