Myndin nefnist Grunsamlegur leikur og hefur verið í vinnslu í fjögur ár. Fyrri hlutinn verður sýndur í kvöld en sá seinni eftir viku.
I fire år har vi på TV 2 arbejdet på denne historie. Jeg håber, I vil se med de næste to onsdage klokken 20 på TV 2, når vi sender dokumentaren Mistænkeligt spil . Første afsnit er også ude på TV 2 Play allerede fra i morgen tidlig #hndbld #handball pic.twitter.com/G3qyaHCvub
— Lars Bruun-Mortensen (@larsbmo) July 4, 2023
Í maí var Dragan Nachevski, formaður dómaranefndar EHF, settur til hliðar vegna uppljóstrana TV 2.
Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Nachevski bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í staðinn var honum lofað enn frekara brautargengi á framabrautinni.
Dómarinn kemur ekki fram undir nafni í myndinni. Hann segist ekki hafa látið undan pressu frá Nachevski og reynt að hafa áhrif á úrslit leiksins.
Dómarinn tilkynnti málið þó ekki til EHF enda kvaðst hann viss um að ekkert yrði gert og málinu stungið ofan í skúffu.
Nachevski hefur sjálfur neitað sök en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar.

Sonur Nachevski, Gjorgij, er í hópi fremstu dómara heims. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita.
Þetta kom fram í skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nokkrir dómaranna sem áttu að hafa tekið þátt í því dæmdu á HM 2023, meðal annars Nachevski. Auk þess að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum leikja er Nachevski yngri grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök.