„Algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2023 14:31 Gjorgji Nachevski er meðal dómara sem er grunaður um að hafa haft áhrif á úrslit leikja. Hann er sonur Dragans Nachevskis, fyrrverandi formanns dómaranefndar EHF. getty/Dean Mouhtaropoulos Formaður danska handknattleikssambandsins segir að umhverfi bestu dómara í handboltaheiminum verði að vera öruggt. Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01