Clattenburg fannst þessir fimm erfiðastir Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2023 19:23 Mark Clattenburg dæmdi í 13 ár í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla. Vísir/Getty Clattenburg dæmdi í ensku úrvalsdeildinni og á stærstu sviðum fótboltans á árunum 2004 til 2017 og margar stórar stjörnur létu hann heyra það vegna ákvarðana hans. Eftirtaldir fimm leikmenn ollu honum mestum erfiðleikum við dómarastörfum hans: Jens Lehmann, Rio Ferdinand, Pepe, Roy Keane og Craig Bellamy. „Lehmann var handfylli og hann var sífellt að kvarta yfir því að einhver væri að stíga á tærnar á honum í vítateignum sínum. Um leið og það var fast leikatriði fóru andstæðingar hans að ögra honum og ýta við honum. Það endaði allt í einhverju hávaðariffrildi,“ sagði Clattenburg um þýska markvörðinn. „Rio Ferdinand var sífellt að reyna að beita sálfræðihernaði og fá mig til að efast um ákvarðanir mínar til þess að fá næstu ákvörðun sér í hag. Um leið og ég hafði dæmt eitthvað var Rio kominn í andlitið á mér. Það eldist þó aðeins af honum á seinni stigum ferilsins," sagði dómarinn um Rio Ferdinand. „Ég dæmdi úrslitaleik Meistaradeidar Evrópu árið 2016 og þá var Pepe í vörn Real Madrid. Pepe var alltaf að reyna að veiða þá sem hann var að spila við útaf og kryddaði öll brot. Í þessum leik til að mynda rúllað hann um völlinn eftir brot og ég lét hann heyra það fyrir það,“ sagði Englendingurinn um portúgalska miðvörðinn. „Ég vissi aldrei hvað Roy myndi gera næst á vellinum og hann lét andstæðinga sína finna vel fyrir því. Þú gast ekki treyst því að Keane myndi ekki reyna að meiða. Sjáðu tæklinguna hans á Alf-Inge Haaland til dæmis. Þar sást það bersýnilega að Roy var óútreiknanlegur og þú þurftir alltaf að vera á tánum,“ sagði Clattenburg um írska harðhausinn. „Bellamy var svo verstur, hann var bæði dónalegur og pirrandi. Það sem var verst við Bellamy að hann væri bæði erfiður innan vallar og utan vallar. Hann lét þig aldrei í friði og það var alveg sama hvernig þú reyndir að nálgast hann. Það var ekki hægt að ræða við hann og okkur kom bara hreinlega ekki vel saman,“ sagði hann um velska framherjann. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Eftirtaldir fimm leikmenn ollu honum mestum erfiðleikum við dómarastörfum hans: Jens Lehmann, Rio Ferdinand, Pepe, Roy Keane og Craig Bellamy. „Lehmann var handfylli og hann var sífellt að kvarta yfir því að einhver væri að stíga á tærnar á honum í vítateignum sínum. Um leið og það var fast leikatriði fóru andstæðingar hans að ögra honum og ýta við honum. Það endaði allt í einhverju hávaðariffrildi,“ sagði Clattenburg um þýska markvörðinn. „Rio Ferdinand var sífellt að reyna að beita sálfræðihernaði og fá mig til að efast um ákvarðanir mínar til þess að fá næstu ákvörðun sér í hag. Um leið og ég hafði dæmt eitthvað var Rio kominn í andlitið á mér. Það eldist þó aðeins af honum á seinni stigum ferilsins," sagði dómarinn um Rio Ferdinand. „Ég dæmdi úrslitaleik Meistaradeidar Evrópu árið 2016 og þá var Pepe í vörn Real Madrid. Pepe var alltaf að reyna að veiða þá sem hann var að spila við útaf og kryddaði öll brot. Í þessum leik til að mynda rúllað hann um völlinn eftir brot og ég lét hann heyra það fyrir það,“ sagði Englendingurinn um portúgalska miðvörðinn. „Ég vissi aldrei hvað Roy myndi gera næst á vellinum og hann lét andstæðinga sína finna vel fyrir því. Þú gast ekki treyst því að Keane myndi ekki reyna að meiða. Sjáðu tæklinguna hans á Alf-Inge Haaland til dæmis. Þar sást það bersýnilega að Roy var óútreiknanlegur og þú þurftir alltaf að vera á tánum,“ sagði Clattenburg um írska harðhausinn. „Bellamy var svo verstur, hann var bæði dónalegur og pirrandi. Það sem var verst við Bellamy að hann væri bæði erfiður innan vallar og utan vallar. Hann lét þig aldrei í friði og það var alveg sama hvernig þú reyndir að nálgast hann. Það var ekki hægt að ræða við hann og okkur kom bara hreinlega ekki vel saman,“ sagði hann um velska framherjann.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira