Inter Milan vill fá 60 milljónir punda fyrir Onana og félögin eru að nálgast samkomulag um kaupverðið.
Allir aðilar eru á þeim buxunum að vistaskipti muni ganga í gegn. Onana á að fylla skarð David De Gea hjá Manchester United en spænski markvörðurinn er farinn frá félaginu.
Onana mun ef að líkum lætur endurnýja kynnin við Erik ten Hag en hollenski knattspyrnustjórinn stýrði hinum hjá Ajax.
Manchester United er einnig að undirbúa kauptilboð í japanska landsliðsmarkvörðinn Zion Suzuki sem spilar fyrir Urawa Red Diamonds í heimalandi sínu. Verði af þeim kaupum mun Dean Henderson að öllum líkindum ganga varanlega til liðs við Nottingham Forest en hann var í láni þar á síðustu leiktíð.
Tom Heaton skrifaði undir nýjan samning við Manchester United á dögunum og verður hann þriðji markvörður liðsins.
"If both were to come and with Tom Heaton signing a new contract, you would think they would sanction the talks to continue for Dean Henderson and a potential move to Nottingham Forest."