Nói Síríus hjálpar neytendum að flokka Nói Síríus 14. júlí 2023 09:11 Nýjar litakóðaðar flokkunarleiðbeiningar ríma við merkingar á nýju sorptunnum sem verið er að taka í notkun víða um land. Helga Beck er markaðsþróunarstjóri Nóa Síríus. Nýverið fóru að berast í verslanir vörur frá Nóa Síríus með nýjum, litakóðuðum flokkunarleiðbeiningum. Þessar merkingar tengjast nýju flokkunarkerfi á sorpi sem nú er í innleiðingu og hefur fyrirtækið þegar hafið að merkja allar umbúðir sínar með tilliti til þessa nýja kerfis. Flokkunarleiðbeiningarnar ríma við merkingar á þeim nýju sorptunnum sem verið er að taka í notkun. Helga Beck, markaðsþróunarstjóri Nóa Síríus, segir að merkingunum sé ætlað að hjálpa viðskiptavinum fyrirtækisins að flokka. „Sem matvælaframleiðendur komumst við ekki hjá því að nota umbúðir til þess að koma vörunni í hendur viðskiptavina okkar án þess að skerða gæði hennar, þó vissulega höfum við unnið markvisst í því undanfarin ár að breyta umbúðanotkun og minnka sóun. Við lítum því svo á að það sé okkar hlutverk að auðvelda viðskiptavinum okkar að flokka að umbúðirnar rétt og hámarka þannig líkurnar á því að þær haldist innan hringrásar hagkerfisins,” segir Helga og bætir við að leiðbeiningarnar séu afar neytendavænar. „Þetta eru einfaldar og litakóðaðar merkingar svo fólk af öllum aldri, óháð tungumálakunnáttu, ætti geta flokkað umbúðir sínar rétt.“ Nú er verið að innleiða litakóðaðar flokkunarleiðbeiningar á vörum Nóa Síríus. Fyrstu vörurnar eru nú þegar komnar í verslanir. En það getur ekki verið einfalt verk að setja nýjar merkingar á allar umbúðir? „Í ljósi þess fjölda vara sem við framleiðum mun verkefnið taka talsverðan tíma, því það væri sannarlega óábyrgt að henda umbúðum sem við eigum þegar á lager. Vegferðin er hins vegar hafin og fyrstu merktu vörurnar eru þegar farnar að berast í verslanir,“ segir Helga Beck að lokum. Litakóðuðu flokkunarleiðbeiningarnar eru einfalda og auðskildar eins og sjá má hér. Nýja flokkunarkerfið sem verið er að innleiða felur í sér að fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þetta stóra framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum virðist mælast vel fyrir á markaðnum því nýjar flokkunarleiðbeiningar eru að birtast á sífellt fleiri vörum frá Norðurlöndunum. Nú er bara að vona fleiri íslensk fyrirtæki fylgi fordæmi Nóa Síríus og bæti leiðbeiningunum á sínar umbúðir. Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Þessar merkingar tengjast nýju flokkunarkerfi á sorpi sem nú er í innleiðingu og hefur fyrirtækið þegar hafið að merkja allar umbúðir sínar með tilliti til þessa nýja kerfis. Flokkunarleiðbeiningarnar ríma við merkingar á þeim nýju sorptunnum sem verið er að taka í notkun. Helga Beck, markaðsþróunarstjóri Nóa Síríus, segir að merkingunum sé ætlað að hjálpa viðskiptavinum fyrirtækisins að flokka. „Sem matvælaframleiðendur komumst við ekki hjá því að nota umbúðir til þess að koma vörunni í hendur viðskiptavina okkar án þess að skerða gæði hennar, þó vissulega höfum við unnið markvisst í því undanfarin ár að breyta umbúðanotkun og minnka sóun. Við lítum því svo á að það sé okkar hlutverk að auðvelda viðskiptavinum okkar að flokka að umbúðirnar rétt og hámarka þannig líkurnar á því að þær haldist innan hringrásar hagkerfisins,” segir Helga og bætir við að leiðbeiningarnar séu afar neytendavænar. „Þetta eru einfaldar og litakóðaðar merkingar svo fólk af öllum aldri, óháð tungumálakunnáttu, ætti geta flokkað umbúðir sínar rétt.“ Nú er verið að innleiða litakóðaðar flokkunarleiðbeiningar á vörum Nóa Síríus. Fyrstu vörurnar eru nú þegar komnar í verslanir. En það getur ekki verið einfalt verk að setja nýjar merkingar á allar umbúðir? „Í ljósi þess fjölda vara sem við framleiðum mun verkefnið taka talsverðan tíma, því það væri sannarlega óábyrgt að henda umbúðum sem við eigum þegar á lager. Vegferðin er hins vegar hafin og fyrstu merktu vörurnar eru þegar farnar að berast í verslanir,“ segir Helga Beck að lokum. Litakóðuðu flokkunarleiðbeiningarnar eru einfalda og auðskildar eins og sjá má hér. Nýja flokkunarkerfið sem verið er að innleiða felur í sér að fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þetta stóra framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum virðist mælast vel fyrir á markaðnum því nýjar flokkunarleiðbeiningar eru að birtast á sífellt fleiri vörum frá Norðurlöndunum. Nú er bara að vona fleiri íslensk fyrirtæki fylgi fordæmi Nóa Síríus og bæti leiðbeiningunum á sínar umbúðir.
Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira