„Tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 23:31 Selma Sól Magnúsdóttir er spennt fyrir komandi verkefni. Vísir/Stöð 2 Sport Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, er spennt fyrir komandi verkefni með landsliðinu þar sem íslensku stelpurnar taka á móti Finnum annað kvöld og heimsækja svo Austurríki næstkomandi þriðjudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira