Hrákar „til háborinnar skammar“: Mun beita sér fyrir hertum viðurlögum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2023 08:00 Hannes S. Jónsson er í stjórn FIBA Europe og mun beita sér fyrir breytingum. Þjálfarar U20 ára landsliðs Svartfjallalands hræktu í andlit aðstoðarþjálfara Íslands eftir leik liðanna á HM U20 um helgina. Framkvæmdastjóra KKÍ þykir miður að fastar hafi ekki verið tekið á hegðun þjálfaranna sem smáni íþróttina. Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira
Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira