Fyrr í vikunni keypti Lille Hákon frá FC Kaupmannahöfn. Lille lét ekki þar við sitja og hefur einnig samið við yngri bróður Hákons, Hauk.
Haukur Andri Haraldsson er genginn til liðs við lið Lille í Frakklandi
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) July 20, 2023
Haukur er fæddur árið 2005 og kemur upp úr yngri flokka starfi ÍA
Haukur spilaði sína fyrstu leiki fyrir Meistaraflokk ÍA í Bestu deildinni í fyrra og eru meistaraflokks leikirnir samtals orðnir 35 og pic.twitter.com/HVjFV5QRXX
Haukur, sem er sautján ára, hefur leikið tíu leiki með ÍA í Lengjudeildinni í sumar og skorað eitt mark. Á síðasta tímabili lék hann tólf leiki og skoraði eitt mark í Bestu deildinni.
Haukur hefur leikið níu leiki fyrir yngri landslið Íslands og lék meðal annars með U-19 ára landsliðinu á EM fyrr í mánuðinum.
Lille endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.