Nýjar verðbólgutölur „mjög góð tíðindi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 12:07 Hildur Margrét Jóhannsdóttir er hagfræðingur hjá Landsbankanum. landsbankinn Hagfræðingur segir uppfærðar verðbólgutölur Hagstofunnar gefa góð fyrirheit og að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur. Ársverðbólga í júlí mælist minni en sérfræðingar höfðu spáð. Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“ Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“
Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40
Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent