Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. júlí 2023 09:01 Klessubílarnir í Hveragerði nutu mikilla vinsælda. Brunamálastofnun ríkisins „Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“ Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins
Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira