„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 20:00 Listsýning hjónanna hefst á morgun í Gallerí Port, en þau voru í óðaönn að leggja lokahönd á uppsetningu hennar þegar fréttastofa rak nefið þar inn í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. Verkin, handsaumuð teppi úr ull og akríl, voru unnin á vinnustofu hjónanna í Kænugarði yfir fimm mánuði, á meðan fyrir utan geisaði innrásarstríð Rússa í landið, sem nú hefur staðið í sautján mánuði. Síðasta sýning hjónanna fjallaði um sameiningartilfinningu úkraínsku þjóðarinnar, en hún var sett upp fyrir ári síðan. Nú hafi myndast innileg tengist á milli fólks í landinu, sem þessi sýning endurspegli. „Síðan náttúrulega eyddum við árinu svakalega mikið innandyra. Mikið af loftárásum og alls konar sem kom yfir Kænugarð, og þetta endurspeglar það að við séum að hoppa inn í þennan ímyndaða heim. Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi,“ segir Óskar Hallgrímsson. Verkin varpi ljósi á miklar andstæður í lífi Óskars, sem hefur starfað við stríðsljósmyndun í Úkraínu. „Það skiptir engu máli hversu sterkur þú ert, það mun alltaf hafa áhrif á þig. Fyrir mig að koma heim, fara í stúdíóið og gera eitthvað mónótónískt, það er þerapía í því,“ segir hann. Andlegur styrkur Ma Riika, sem er frá Úkraínu, segir að í sínum huga sýni verkin styrkinn sem þarf til að láta stríðið ekki brjóta sig andlega. „Það er mjög erfitt að vera glaður í aðstæðum sem þessum. Ég var jafnvel að velta fyrir mér hvort við værum að gera rétt með því að stunda þessa glaðlegu listsköpun. Við vissum að það er einmitt það sem þeir vilja. Að við finnum fyrir ógn og séum döpur,“ segir Ma Riika. Óskar bætir því við að í verkunum megi einnig finna eins konar mótmæli. Sýningin hefst á morgun í Gallerí Port á Laugavegi, og stendur yfir í þrjár vikur. Að henni lokinn halda hjónin fljótlega aftur heim til Úkraínu. Þangað til vilja þau vekja athygli á ástandinu í Úkraínu. „Því við unnum verkin í Úkraínu,“ segir Ma Riika. „Og í svarta myrkri,“ skýtur Óskar inn í. „Flest voru unnin í myrkri því þeir sprengdu raforkuvirkin.“ Myndlist Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verkin, handsaumuð teppi úr ull og akríl, voru unnin á vinnustofu hjónanna í Kænugarði yfir fimm mánuði, á meðan fyrir utan geisaði innrásarstríð Rússa í landið, sem nú hefur staðið í sautján mánuði. Síðasta sýning hjónanna fjallaði um sameiningartilfinningu úkraínsku þjóðarinnar, en hún var sett upp fyrir ári síðan. Nú hafi myndast innileg tengist á milli fólks í landinu, sem þessi sýning endurspegli. „Síðan náttúrulega eyddum við árinu svakalega mikið innandyra. Mikið af loftárásum og alls konar sem kom yfir Kænugarð, og þetta endurspeglar það að við séum að hoppa inn í þennan ímyndaða heim. Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi,“ segir Óskar Hallgrímsson. Verkin varpi ljósi á miklar andstæður í lífi Óskars, sem hefur starfað við stríðsljósmyndun í Úkraínu. „Það skiptir engu máli hversu sterkur þú ert, það mun alltaf hafa áhrif á þig. Fyrir mig að koma heim, fara í stúdíóið og gera eitthvað mónótónískt, það er þerapía í því,“ segir hann. Andlegur styrkur Ma Riika, sem er frá Úkraínu, segir að í sínum huga sýni verkin styrkinn sem þarf til að láta stríðið ekki brjóta sig andlega. „Það er mjög erfitt að vera glaður í aðstæðum sem þessum. Ég var jafnvel að velta fyrir mér hvort við værum að gera rétt með því að stunda þessa glaðlegu listsköpun. Við vissum að það er einmitt það sem þeir vilja. Að við finnum fyrir ógn og séum döpur,“ segir Ma Riika. Óskar bætir því við að í verkunum megi einnig finna eins konar mótmæli. Sýningin hefst á morgun í Gallerí Port á Laugavegi, og stendur yfir í þrjár vikur. Að henni lokinn halda hjónin fljótlega aftur heim til Úkraínu. Þangað til vilja þau vekja athygli á ástandinu í Úkraínu. „Því við unnum verkin í Úkraínu,“ segir Ma Riika. „Og í svarta myrkri,“ skýtur Óskar inn í. „Flest voru unnin í myrkri því þeir sprengdu raforkuvirkin.“
Myndlist Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira