Sveimhuginn Kim Ekdahl tekur við Hong Kong Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 22:31 Kim Ekdahl du Rietz í leik með sænska landsliðinu. Getty Images/ANDREAS HILLERGREN Hinn 33 ára gamli Kim Ekdahl du Rietz er nýr landsliðsþjálfari Hong Kong í handbolta. Segja má að hann hafi dottið inn í starfið en hann var staddur í landinu til að læra alþjóðasamskipti. Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan. Handbolti Hong Kong Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Kim Ekdahl kemur frá Svíþjóð og lék með landsliði Svía frá 2007 til 2020. Hann átti frábæran feril þar sem hann spilaði með Nantes, Rhein-Neckar Löwen og París Saint-Germain. Hann hafði tvívegis lagt skóna á hilluna áður en þeir fóru endanlega þangað árið 2021. Í frétt sænska miðilsins Sydsvenskan kemur fram að Ekdahl hafi haldið til Hong Kong til að ganga menntaveginn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði hann sem þjálfari karlalandsliðsins. Ekdahl var að leika sér í handbolta á æfingasvæði skólans þegar háskólaliðið kom og var honum í kjölfarið boðið að æfa með liðinu hefði hann áhuga. Ekdahl sló til og þannig komst hann að því að einn leikmanna skólans væri í landsliðinu. Nafnið og ferillinn gerði það að verkum að handknattleikssamband Hong Kong réð Ekdahl sem þjálfara karlalandsliðsins til skamms tíma. Mun hann stýra liðinu á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september og október. „Fórum til Japan þar sem við töpuðum fyrir háskólaliði og unnum annað. Við eigum ekki möguleika gegn liðum í hæsta gæðaflokki en þetta snýst um að byggja grunn og svo byggja ofan á það. Finna út hvernig við viljum spila sem lið,“ sagði Ekdahl að endingu við Sydsvenskan. View this post on Instagram A post shared by Kim Ekdahl Du Rietz (@duurietz) Þó handboltinn í Hong Kong sé ekki í hæsta gæðaflokki þá er Ekdahl tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að bæta hann eins og sjá má í póstinum hans á Instagram hér að ofan.
Handbolti Hong Kong Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira