Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó.
Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn.
Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona.
Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum.
Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik.
Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri.
A joy to watch unless you're a defender.
— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023
Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf
Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar.