Allt í steik hjá Noregi og stjarnan brjáluð: „Verið traðkað á mér í heilt ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 09:00 Caroline Graham Hansen er í fýlu. getty/Ulrik Pedersen Þrátt fyrir að hafa á að skipa öflugu liði er Noregur enn án sigurs á HM. Það sem meira er virðist allt vera í steik í herbúðum liðsins. Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30