Skipulagsbreytingar kostuðu Festi 154 milljónir króna Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 21:07 Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill Einskiptiskostnaður Festi vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á öðrum ársfjórðungi nam 154 milljónum króna. Vörusala félagsins jókst um 14,2 prósent milli ára á tímabilinu. Þetta kemur fram í uppgjöri Festi fyrir annan ársfjórðung ársins. Vörusala nam 34.199 milljónum króna samanborið við 29.936 milljónir króna árið áður og jókst um 14,2 prósent milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 7.756 milljónum króna og jókst um 431 milljarða, eða 5,9 prósent, á milli ára. Framlegðarstig nam 22,7 prósent og hækkar um 1,6 prósentustig frá síðasta ársfjórðungi en er 1,8 prósentustigum lægra en árið áður. Laun og starfsmannakostnaður eykst um 21,4 prósent milli ára en stöðugildum fjölgar um 9,7 prósent vegna opnunar nýrra verslana á seinni helmingi síðasta árs. Þá nam einskiptiskostnaður 154 milljónum króna vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á ársfjórðungnum. Sjö létu af störfum og tvö voru ráðin til félagsins í skipulagsbreytingum í lok maí. Þá voru ýmis svið sameinuð. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, nam 2.562 milljónum króna samanborið við 2.911 milljónum króna á sama tímabili í fyrra, sem er lækkun um 349 milljónir króna. Eigið fé í lok ársfjórðungsins nam 33.641 milljónum króna og eiginfjárhlutfall 35,5 prósent samanborið við 36,9 prósent í árslok 2022. Handbært fé frá rekstri nam 2.859 milljónum króna samanborið við 476 milljónir árið áður. EBITDA afkomuspá fyrir árið er óbreytt og nemur 9.750 – 10.250 milljónum króna. Bæting þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi „Við höfum bætt reksturinn frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi vegna áhrifa verðbólgu, vaxta- og launahækkana og áframhaldandi verðhækkana á aðföngum. Vörusala jókst um 14,2% en umtalsverð aukning var í magni í dagvörusölu, eldsneytissölu og sölu á raftækjum. Fjöldi heimsókna viðskiptavina milli ára vex um 12,4,% fjöldi seldra vara um 12,8% og fjöldi seldra lítra eldsneytis eykst um 8,7%“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. Festi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Festi fyrir annan ársfjórðung ársins. Vörusala nam 34.199 milljónum króna samanborið við 29.936 milljónir króna árið áður og jókst um 14,2 prósent milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu nam 7.756 milljónum króna og jókst um 431 milljarða, eða 5,9 prósent, á milli ára. Framlegðarstig nam 22,7 prósent og hækkar um 1,6 prósentustig frá síðasta ársfjórðungi en er 1,8 prósentustigum lægra en árið áður. Laun og starfsmannakostnaður eykst um 21,4 prósent milli ára en stöðugildum fjölgar um 9,7 prósent vegna opnunar nýrra verslana á seinni helmingi síðasta árs. Þá nam einskiptiskostnaður 154 milljónum króna vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á ársfjórðungnum. Sjö létu af störfum og tvö voru ráðin til félagsins í skipulagsbreytingum í lok maí. Þá voru ýmis svið sameinuð. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, nam 2.562 milljónum króna samanborið við 2.911 milljónum króna á sama tímabili í fyrra, sem er lækkun um 349 milljónir króna. Eigið fé í lok ársfjórðungsins nam 33.641 milljónum króna og eiginfjárhlutfall 35,5 prósent samanborið við 36,9 prósent í árslok 2022. Handbært fé frá rekstri nam 2.859 milljónum króna samanborið við 476 milljónir árið áður. EBITDA afkomuspá fyrir árið er óbreytt og nemur 9.750 – 10.250 milljónum króna. Bæting þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi „Við höfum bætt reksturinn frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi vegna áhrifa verðbólgu, vaxta- og launahækkana og áframhaldandi verðhækkana á aðföngum. Vörusala jókst um 14,2% en umtalsverð aukning var í magni í dagvörusölu, eldsneytissölu og sölu á raftækjum. Fjöldi heimsókna viðskiptavina milli ára vex um 12,4,% fjöldi seldra vara um 12,8% og fjöldi seldra lítra eldsneytis eykst um 8,7%“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins.
Festi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira