Bellingham var keyptur dýrum dómum frá Borussia Dortmund í sumar en strax byrjaður að borga til baka.
Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Real Madrid í nótt og strax á 6. mínútu vippaði hann boltanum skemmtilega yfir André Onana sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir United í nótt.
Þegar tvær mínútur lifðu leiks skoraði varamaðurinn Joselu svo annað mark Real Madrid og gulltryggði sigur spænsku bikarmeistaranna.
Real Madrid gerði Bellingham að dýrasta enska leikmanninum þegar félagið greiddi Dortmund 115 milljónir punda fyrir hann í sumar.