Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 10:10 Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður Íslandsbanka, fer yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið. Vísir/Hallgerður Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. Stjórn Íslandsbanka boðaði til hluthafafundar í byrjun mánaðar í kjölfar þess að bankinn samdi við Seðlabanka Íslands um greiðslu sektar upp á 1,2 milljarða króna vegna fjölþættra brota í tengslum við útboð á hlut ríkisins í bankanum. Á fundinum verður kosið í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík auk þess sem hluthöfum verður boðið að taka þátt rafrænt. Mætt er á fundinn fyrir 79,25 prósent hluthafa. Þá er fundurinn opinn öllum til áhorfs í spilaranum hér að neðan: Margir hafa beðið eftir fundinum enda er mikið undir. Ljóst er að miklar breytingar verða á stjórn bankans þar sem þrír stjórnarmenn, þar á meðal formaður og varaformaður stjórnar, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórnarmaður sem tók þátt í útboðinu gefur ekki kost á sér. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn og þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu tilnefningarnefndar sem birt var þann 18. júlí. Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en tveir þeirra sitja áfram í stjórn. Þetta eru Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, Haukur Örn Birgisson sem kemur nýr inn, og svo Herdís Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til áframhaldandi setu í varastjórn. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hafi tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka: Linda Jónsdóttir, Frosti Ólafsson, Stefán Pétursson, Valgerður Skúladóttir, og Páll Grétar Steingrímsson sem varamaður. Líkt og fyrr segir er lagt til að Linda og Stefán komi ný inn í stjórn en aðrir eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá hafa þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og eigandi Strategíu, og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf., gefið kost á sér til stjórnarsetu þrátt fyrir að hafa ekki verið tilnefnd. Stór samruni og viðskipti upp á milljarða króna undir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í byrjun mánaðar að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundinum í dag. Ragnar Þór sagði í lok júní að stjórn VR íhugaði alvarlega að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, vegna þeirra brota sem starfsmenn bankans frömdu við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Að hans sögn er VR með milljarða króna í eignastýringu og viðskiptum við bankann. Hann sagðist jafnframt ætla að hvetja Lífeyrissjóð verzlunarmanna til að slíta viðskiptum við bankann sömuleiðis. Breyta þyrfti verulega til í bankanum svo að VR gæti hugsað sér að halda viðskiptum við hann áfram. Þá var viðræðum Íslandsbanka og Kviku banka, um samruna félaganna tveggja, slitið í kjölfar sáttarinnar. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok júní að Íslandsbanki væri eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sæi vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ sagði Marinó Örn. Verði af samruna bankanna tveggja verður um stærsta samruna Íslandssögunnar að ræða og stjórnendur beggja banka hafa sagt að hann myndi hafa mikil samlegðaráhrif og að hann yrði báðum félögum hagstæður. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðaði til hluthafafundar í byrjun mánaðar í kjölfar þess að bankinn samdi við Seðlabanka Íslands um greiðslu sektar upp á 1,2 milljarða króna vegna fjölþættra brota í tengslum við útboð á hlut ríkisins í bankanum. Á fundinum verður kosið í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík auk þess sem hluthöfum verður boðið að taka þátt rafrænt. Mætt er á fundinn fyrir 79,25 prósent hluthafa. Þá er fundurinn opinn öllum til áhorfs í spilaranum hér að neðan: Margir hafa beðið eftir fundinum enda er mikið undir. Ljóst er að miklar breytingar verða á stjórn bankans þar sem þrír stjórnarmenn, þar á meðal formaður og varaformaður stjórnar, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórnarmaður sem tók þátt í útboðinu gefur ekki kost á sér. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn og þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu tilnefningarnefndar sem birt var þann 18. júlí. Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en tveir þeirra sitja áfram í stjórn. Þetta eru Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, Haukur Örn Birgisson sem kemur nýr inn, og svo Herdís Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til áframhaldandi setu í varastjórn. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hafi tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka: Linda Jónsdóttir, Frosti Ólafsson, Stefán Pétursson, Valgerður Skúladóttir, og Páll Grétar Steingrímsson sem varamaður. Líkt og fyrr segir er lagt til að Linda og Stefán komi ný inn í stjórn en aðrir eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá hafa þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og eigandi Strategíu, og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf., gefið kost á sér til stjórnarsetu þrátt fyrir að hafa ekki verið tilnefnd. Stór samruni og viðskipti upp á milljarða króna undir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í byrjun mánaðar að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundinum í dag. Ragnar Þór sagði í lok júní að stjórn VR íhugaði alvarlega að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, vegna þeirra brota sem starfsmenn bankans frömdu við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Að hans sögn er VR með milljarða króna í eignastýringu og viðskiptum við bankann. Hann sagðist jafnframt ætla að hvetja Lífeyrissjóð verzlunarmanna til að slíta viðskiptum við bankann sömuleiðis. Breyta þyrfti verulega til í bankanum svo að VR gæti hugsað sér að halda viðskiptum við hann áfram. Þá var viðræðum Íslandsbanka og Kviku banka, um samruna félaganna tveggja, slitið í kjölfar sáttarinnar. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok júní að Íslandsbanki væri eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sæi vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ sagði Marinó Örn. Verði af samruna bankanna tveggja verður um stærsta samruna Íslandssögunnar að ræða og stjórnendur beggja banka hafa sagt að hann myndi hafa mikil samlegðaráhrif og að hann yrði báðum félögum hagstæður.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira