Ísland tók leikhlé í stöðunni 31-31 þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Þar teiknuðu þjálfarar liðsins upp einfalda fléttu. Dagur Árni fékk boltann og brunaði á markið. Myndband af markinu hefur vakið nokkra athygli á Twitter, og þá ekki síst dansinn sem Stefán Árnason þjálfari tekur sigurreifur á miðju gólfinu í lokin.
Flautumark Dags Árna geggjað. Ekki eru dansspor hins sigurreifa Stefáns Árnasonar mikið síðri tilþrif í lok myndbands. pic.twitter.com/SPoPdlLCjt
— Davíð Már (@DavidMarKrist) July 29, 2023
Með sigrinum tryggði Ísland sér 5. sætið á mótinu, en liðið vann fjóra af fimm leikjum sínum á mótinu, þar af Noreg tvisvar.