Lloyd dregur í land: „Ég ann þessu liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 14:30 Carli Lloyd lék 316 landsleiki á árunum 2005-21 og skoraði 134 mörk. getty/Katelyn Mulcahy Carli Lloyd, ein besta fótboltakona allra tíma, hefur dregið í land með gagnrýni sína á bandaríska landsliðið sem komst naumlega upp úr sínum riðli á HM. Í lokaumferð riðlakeppninnar á HM mætti bandaríska liðið Portúgal og þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum mátti engu muna að Bandaríkin töpuðu leiknum. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Leikar fóru 0-0 og það dugði Bandaríkjakonum til að komast áfram. Eftir leikinn gagnrýndi Lloyd sína gömlu liðsfélaga, fyrir spilamennskuna og að fagna sætinu í sextán liða úrslitum óhóflega. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd útskýrði ummæli sína frekar í gær og dró verulega í land með gagnrýni sína. „Ég var mjög gagnrýnin á liðið í gær. Ég hef fengið smá tíma til að melta þetta og sofa á þessu og ég vil að fólk skilji að ég ann þessu liði,“ sagði Lloyd. "I want people to understand that I care deeply about this team."@CarliLloyd shares how her previous comments on the USWNT come from a place of admiration and how they were reflected in a legacy of success and generational greatness pic.twitter.com/2TIv8YQOVr— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 2, 2023 Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummæli Lloyds eru Lindsey Horan, leikmaður bandaríska liðsins, og þjálfari þess, Vlatko Andonovski. Hann sagði ummælin galin. Bandaríkin mæta Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Bandaríska liðið varð heimsmeistari 2015 og 2019. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bandaríski fótboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Í lokaumferð riðlakeppninnar á HM mætti bandaríska liðið Portúgal og þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum mátti engu muna að Bandaríkin töpuðu leiknum. Í uppbótartíma slapp varamaðurinn Ana Capeta í gegnum vörn bandaríska liðsins en skaut í stöng. Leikar fóru 0-0 og það dugði Bandaríkjakonum til að komast áfram. Eftir leikinn gagnrýndi Lloyd sína gömlu liðsfélaga, fyrir spilamennskuna og að fagna sætinu í sextán liða úrslitum óhóflega. „Ég hef aldrei upplifað neitt svona lagað. Að vera dansandi, brosandi. Ég meina, stöngin var maður leiksins,“ sagði Lloyd. „Þið eruð heppnar að vera ekki á heimleið.“ Lloyd útskýrði ummæli sína frekar í gær og dró verulega í land með gagnrýni sína. „Ég var mjög gagnrýnin á liðið í gær. Ég hef fengið smá tíma til að melta þetta og sofa á þessu og ég vil að fólk skilji að ég ann þessu liði,“ sagði Lloyd. "I want people to understand that I care deeply about this team."@CarliLloyd shares how her previous comments on the USWNT come from a place of admiration and how they were reflected in a legacy of success and generational greatness pic.twitter.com/2TIv8YQOVr— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 2, 2023 Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ummæli Lloyds eru Lindsey Horan, leikmaður bandaríska liðsins, og þjálfari þess, Vlatko Andonovski. Hann sagði ummælin galin. Bandaríkin mæta Svíþjóð í sextán liða úrslitum á HM á sunnudaginn. Bandaríska liðið varð heimsmeistari 2015 og 2019.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bandaríski fótboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira