Argentínumaðurinn knái hélt uppteknum hætti þegar Inter Miami heimsótti FC Dallas í 16-liða úrslitum Leagues Cup í nótt.
Messi náði forystunni fyrir Inter Miami strax á 6.mínútu eftir stoðsendingu Jordi Alba en heimamenn í FC Dallas svöruðu og skoruðu tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléi því 2-1 fyrir FC Dallas.
2-1 varð 3-1 eftir rúmlega klukkutíma leik en á 65.mínútu minnkaði Benjamin Cremaschi muninn í 3-2. Robert Taylor gerði hins vegar sjálfsmark á 68.mínútu; kom FC Dallas í 4-2 og útlitið ansi svart fyrir Messi og félaga.
Marco Farfan, leikmaður FC Dallas, gerði sjálfsmark á 80.mínútu og veitti Inter Miami líflínu sem Messi færði sér í nyt, skoraði beint úr aukaspyrnu og jafnaði metin í 4-4 á 85.mínútu sem reyndust lokatölur venjulegs leiktíma.
Því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá um sigurvegara og þar nýtti Inter Miami allar sínar vítaspyrnur þar sem Messi og Sergio Busquets riðu á vaðið.
Highlights Of Inter Miami Vs FC DALLAS | Lionel Messi 10/10 Performance #InterMiamiCF #LeaguesCup2023pic.twitter.com/q4bFm4uNr2
— ACE (@FCB_ACEE) August 7, 2023