Opnar sig um líkamsskynjunarröskun og lýtaaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 15:00 Robbie Williams opnaði sig nýlega um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur. EPA/Guillaume Horcajuelo Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín. Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams) Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams)
Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög