„Mjög ólíklegt að hún verði með í bikarúrslitaleiknum“ Kári Mímisson skrifar 7. ágúst 2023 19:21 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir sigur liðsins gegn Þór/KA í dag. „Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00