Íslenski boltinn

Danskur sóknarmaður til HK

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink

Danski sóknarmaðurinn Anton Söjberg er genginn til liðs við Bestu deildar lið HK í fótbolta.

Hann gerir samning við HK sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Söjberg er 22 ára gamall, örvfættur sóknarmaður sem var síðast á mála hjá Vendsyssel í heimalandinu.

Hann hefur leikið í dönsku C-deildinni stærstan hluta ferils síns til þessa og skorað 10 mörk í 46 leikjum þar en á einnig yfir 30 leiki í dönsku B-deildinni.

HK er í 8.sæti Bestu deildarinnar um þessar mundir, fjórum stigum frá efri hluta deildarinnar og sex stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×