Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2023 13:12 Sjöböðin eiga að opna á Hvítasandi í Landi Þórustaða, innst í Önundarfirði. Aðsend Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endi gamallar flugbrautar verði nýttur sem bílastæði og muni böðin því einungis nýta raskað land undir framkvæmdir og byggingar. Sérstaklega er gætt að því að raska ekki fjölbreyttu fuglalífi í nágrenni baðanna og þau eru felld inn í umhverfið og hönnun og efnisval tekur mið af einstakri náttúru svæðisins. Hönnuðir baðanna eru Sen&Son arkitektar en EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega og verkfræðilega hönnun. Leigutaki og framkvæmdaaðili er Blævængur ehf., en meðal samstarfsaðila þess eru landeigendur, EFLA, Vestfjarðastofa og Uppbyggingarsjóður Flateyrar. Teikningar og útfærsla sjóbaðanna hafa þegar verið kynntar íbúum á svæðinu. Aðgengi að hinni vinsælu sjóbaðsaðsaðstöðu við Holtsbryggju mun með böðunum batna verulega, en bryggjan og nágrenni hennar eru vinsæll áningarstaður ferðamanna á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningunni. Björn Björnsson, bóndi á Þórustöðum og Áslaug Guðrúnardóttir, stjórnarformaður Blævængs ehf. skrifa undir leigusamning um land undir sjóðböðin á Hvítasandi.Aðsend Haft er eftir Áslaugu Guðrúnardóttur, stjórnarformanni Blævængs, að næsta skref sé stofnun og fjármögnun félags um uppbygginguna ásamt nauðsynlegri skipulagsvinnu. „Hér finnum við fyrir mikilli jákvæðni gagnvart þessu verkefni sem við höfum verið að vinna að í tvö ár. Við sjáum fyrir okkur að Hvítisandur verði mikilvægur segull í umhverfisvænni ferðaþjónustu Vestfjarða þar sem áhersla er á gæði þjónustu í sátt við umhverfi og samfélag þar sem byggingar og starfsemi falli að umhverfinu og virði það en skerði það ekki. Þá erum við hér einnig í samstarfi við EFLU að þróa nýtingu á varmaorku úr sjó með varmadælum sem gæti í framtíðinni nýst til orkuöflunar á Vestfjörðum og öðrum köldum svæðum, en hér er viðvarandi raforkuskortur sem slík tækni gæti átt þátt í að leysa,“ er haft eftir Áslaugu. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endi gamallar flugbrautar verði nýttur sem bílastæði og muni böðin því einungis nýta raskað land undir framkvæmdir og byggingar. Sérstaklega er gætt að því að raska ekki fjölbreyttu fuglalífi í nágrenni baðanna og þau eru felld inn í umhverfið og hönnun og efnisval tekur mið af einstakri náttúru svæðisins. Hönnuðir baðanna eru Sen&Son arkitektar en EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega og verkfræðilega hönnun. Leigutaki og framkvæmdaaðili er Blævængur ehf., en meðal samstarfsaðila þess eru landeigendur, EFLA, Vestfjarðastofa og Uppbyggingarsjóður Flateyrar. Teikningar og útfærsla sjóbaðanna hafa þegar verið kynntar íbúum á svæðinu. Aðgengi að hinni vinsælu sjóbaðsaðsaðstöðu við Holtsbryggju mun með böðunum batna verulega, en bryggjan og nágrenni hennar eru vinsæll áningarstaður ferðamanna á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningunni. Björn Björnsson, bóndi á Þórustöðum og Áslaug Guðrúnardóttir, stjórnarformaður Blævængs ehf. skrifa undir leigusamning um land undir sjóðböðin á Hvítasandi.Aðsend Haft er eftir Áslaugu Guðrúnardóttur, stjórnarformanni Blævængs, að næsta skref sé stofnun og fjármögnun félags um uppbygginguna ásamt nauðsynlegri skipulagsvinnu. „Hér finnum við fyrir mikilli jákvæðni gagnvart þessu verkefni sem við höfum verið að vinna að í tvö ár. Við sjáum fyrir okkur að Hvítisandur verði mikilvægur segull í umhverfisvænni ferðaþjónustu Vestfjarða þar sem áhersla er á gæði þjónustu í sátt við umhverfi og samfélag þar sem byggingar og starfsemi falli að umhverfinu og virði það en skerði það ekki. Þá erum við hér einnig í samstarfi við EFLU að þróa nýtingu á varmaorku úr sjó með varmadælum sem gæti í framtíðinni nýst til orkuöflunar á Vestfjörðum og öðrum köldum svæðum, en hér er viðvarandi raforkuskortur sem slík tækni gæti átt þátt í að leysa,“ er haft eftir Áslaugu.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira