Öruggur sigur strákanna en stelpurnar töpuðu í lokin Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 15:37 Strákarnir í U19-landsliðinu hafa unnið örugga sigra gegn Suður-Kóreu og Barein í Forsetabikarnum á HM. HSÍ Strákarnir í U19-landsliði karla í handbolta mæta Svíþjóð á fimmtudag og spila um sæti 17-20, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Króatíu. Stelpurnar í U17-landsliði Íslands spila væntanlega um 13.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi. Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira