Dagný á von á sínu öðru barni og nýjum „Hamri“ Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 16:32 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem bráðum eignast lítið systkini. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, tilkynnti um það á samfélagsmiðlum í dag að hún ætti von á sínu öðru barni. Dagný, sem fagnar 32 ára afmæli á morgun, fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018, þegar hún var leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum, og nú er ljóst að á næsta ári eignast þau Ómar Páll Sigurbjartsson sitt annað barn. Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Dagný er ein af leikjahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi með 113 A-landsleiki og hún er jafnframt sú næstmarkahæsta frá upphafi, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur, með 38 mörk. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný greinir stuðningsmönnum West Ham frá nýja meðlimnum í „West Ham“-fjölskyldunni í myndbandi á samfélagsmiðlum enska félagsins í dag. Þar talar hún einnig um stoltið sem hefur fylgt því að verða fyrirliði liðsins, eftir að hafa verið ein af þremur stuðningsmönnum West Ham í 800 manna þorpi á Íslandi, Hellu. Hún kom til félagsins 2021 þegar Brynjar var tveggja ára og kveðst afar þakklát fyrir það hvernig honum hefur verið tekið hjá félaginu, þar sem hann fær að mæta á æfingasvæðið og njóta sín enda sé hann orðinn gallharður stuðningsmaður Hamranna. Því sé sérstaklega ánægjulegt að geta tilkynnt um nýja fjölskyldumeðliminn. A new Hammer is on the way! Congratulations to @dagnybrynjars and her partner Ómar on their fantastic news! pic.twitter.com/MhMwUcQ1CT— West Ham United Women (@westhamwomen) August 9, 2023 Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31 Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31 Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Dagný, sem fagnar 32 ára afmæli á morgun, fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018, þegar hún var leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum, og nú er ljóst að á næsta ári eignast þau Ómar Páll Sigurbjartsson sitt annað barn. Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Dagný er ein af leikjahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi með 113 A-landsleiki og hún er jafnframt sú næstmarkahæsta frá upphafi, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur, með 38 mörk. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný greinir stuðningsmönnum West Ham frá nýja meðlimnum í „West Ham“-fjölskyldunni í myndbandi á samfélagsmiðlum enska félagsins í dag. Þar talar hún einnig um stoltið sem hefur fylgt því að verða fyrirliði liðsins, eftir að hafa verið ein af þremur stuðningsmönnum West Ham í 800 manna þorpi á Íslandi, Hellu. Hún kom til félagsins 2021 þegar Brynjar var tveggja ára og kveðst afar þakklát fyrir það hvernig honum hefur verið tekið hjá félaginu, þar sem hann fær að mæta á æfingasvæðið og njóta sín enda sé hann orðinn gallharður stuðningsmaður Hamranna. Því sé sérstaklega ánægjulegt að geta tilkynnt um nýja fjölskyldumeðliminn. A new Hammer is on the way! Congratulations to @dagnybrynjars and her partner Ómar on their fantastic news! pic.twitter.com/MhMwUcQ1CT— West Ham United Women (@westhamwomen) August 9, 2023
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31 Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31 Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00
Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31
Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31
Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30