Mickelson hafi veðjað yfir 130 milljörðum á seinustu þrem áratugum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 22:45 Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters segir að Phil Mickelson hafi tapað um 100 milljónum dollara í veðmálum sínum. Charlie Crowhurst/R&A/R&A via Getty Images Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters greinir frá því í væntanlegri bók sinni að kylfingurinn Phil Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Í bók sinni, sem ber heitið Gambler: Secrets from a Life of Risk, fer Walters ítarlega yfir veðmálahegðun Mickelson á síðustu áratugum og samband þeirra, en Walters er talinn farsælasti fjárhættuspilari Bandaríkjanna. Í bókinni segir Walters frá því að á síðustu þremur áratugum hafi Mickelson líklega veðjað meira en einum milljarði dollara á hinar ýmsu íþróttir og þar á meðal hafi hann árið 2012 reynt að veðja 400 þúsund dollurum (52,6 milljónum íslenskra króna) á sig og liðsfélaga sína í bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum. Over the last three decades, Phil Mickelson allegedly:-Lost close to $100 million gambling-Tried to bet on a Ryder Cup he was competing in-Made 43 bets on MLB games in ONE DAY(via Billy Walters, h/t Fire Pit Collective) pic.twitter.com/LM31FDaV6j— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2023 Þá segir Walters einnig frá því að samkvæmt hans heimildum hafi Mickelson á árunum 2010 til 2014 hafi Mickelson 858 sinnum veðjað 220 þúsund dollurum og í 1.115 skipti hafi hann veðjað 110 þúsund dollurum. Samkvæmt grófum útreikningum Walters hefur kylfingurinn tapað yfr 100 milljónum dollara á seinustu þremur áratugum, en það samsvarar um 13 milljörðum íslenskra króna. Golf Fjárhættuspil Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í bók sinni, sem ber heitið Gambler: Secrets from a Life of Risk, fer Walters ítarlega yfir veðmálahegðun Mickelson á síðustu áratugum og samband þeirra, en Walters er talinn farsælasti fjárhættuspilari Bandaríkjanna. Í bókinni segir Walters frá því að á síðustu þremur áratugum hafi Mickelson líklega veðjað meira en einum milljarði dollara á hinar ýmsu íþróttir og þar á meðal hafi hann árið 2012 reynt að veðja 400 þúsund dollurum (52,6 milljónum íslenskra króna) á sig og liðsfélaga sína í bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum. Over the last three decades, Phil Mickelson allegedly:-Lost close to $100 million gambling-Tried to bet on a Ryder Cup he was competing in-Made 43 bets on MLB games in ONE DAY(via Billy Walters, h/t Fire Pit Collective) pic.twitter.com/LM31FDaV6j— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2023 Þá segir Walters einnig frá því að samkvæmt hans heimildum hafi Mickelson á árunum 2010 til 2014 hafi Mickelson 858 sinnum veðjað 220 þúsund dollurum og í 1.115 skipti hafi hann veðjað 110 þúsund dollurum. Samkvæmt grófum útreikningum Walters hefur kylfingurinn tapað yfr 100 milljónum dollara á seinustu þremur áratugum, en það samsvarar um 13 milljörðum íslenskra króna.
Golf Fjárhættuspil Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira