Skjót viðbrögð skiptu sköpum þegar ungur leikmaður fór í hjartastopp Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 23:22 Axel Örn Sæmundsson er þjálfari Álftaness. kgp.is/Álftanes Axel Örn Sæmundsson, þjálfari kvennaliðs Álftaness, þakkar skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr þegar ungur leikmaður liðs hans hneig niður til jarðar og lenti í hjartastoppi í leik gegn Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu. „Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum. UMF Álftanes Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
„Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum.
UMF Álftanes Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira