Gangan hófst við Hallgrímskirkju og endaði með hátíðardagskrá í Hljómskálagarðinum. Meðal þeirra sem komu fram var hljómsveitin FLOTT, Una Torfa og Margrét Rán og Daníel Ágúst. Felix Bergsson kynnti dagskrána.
Vagninn hans Páls Óskars var á sínum stað í göngunni að vana. „Velkomin til Íslands, Venesúela. Það er nóg pláss fyrir öll blómin í þessum garði,“ sagði Páll Óskar áður en hann söng næsta slagara.
Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum.