„Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 17:14 Hópurinn ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum. Skjáskot Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. „Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook. Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Sjá meira
„Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook.
Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Sjá meira