Chelsea horfir til Bandaríkjanna og gæti slegið enn eitt félagsskiptametið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 11:01 Djordje Petrovic er talinn líklegt skotmark Chelsea áður en félagsskiptaglugginn lokar. Fred Kfoury III/Icon Sportswire via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum undanfarin misseri og félagið hefur eytt hundruð milljónum punda. Nú horfir félagið til Bandaríkjanna í leit að markverði. Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu. Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu.
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira