Marinó hættir sem forstjóri Kviku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2023 14:44 Marínó Örn Tryggvason hættir í Kviku. Marinó Örn Tryggvason hefur látið af störfum sem forstjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Ármann Þorvaldsson hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf. Ármann hætti störfum sem forstjóri Kviku árið 2019 og tók þá Marinó við honum. Þar áður hafði Marinó verið aðstoðarforstjóri. Í tilkynningu Marinós segir hann ekki telja rétt að halda áfram að leiða félagið í áframhaldandi uppbyggingu þess en að hann sé stoltur af því sem hann hafi áorkað hingað til. „Ég hóf störf hjá Kviku fyrir rúmum sex árum og hef verið forstjóri félagsins síðustu fjögur ár. Á þessum tíma hefur bankinn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum landsins. Ég er stoltur af því hvað okkur, sem störfum hjá félaginu, hefur tekist að efla rekstur þess og vöxt,“ segir Marinó í tilkynningu. Hann segir félagið standa á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, séu farnar að skila sér. Kvika hafi auk þess aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skili miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan séu mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þem grunni. „Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.“ Haft er eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Kviku, að bankinn hafi eflst mjög síðan Marinó tók við. Hann þakkar Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og segir stjórnina óska honum velfarnaðar. „Þá er það ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ármanns Þorvaldssonar sem forstjóra bankans. Ármann hefur strax störf sem forstjóri og fáir sem þekkja til starfsemi Kviku jafnvel og hann. Reynsla og þekking Ármanns á fjármálamarkaði gerir það að verkum að hann verður öflugur leiðtogi bankans sem getur unnið af krafti úr þeim fjölmörgu tækifærum sem blasa við Kviku,“ segir Sigurður.Haft er eftir Ármanni í tilkynningunni að hann hlakki til að taka við forstjórastarfinu. Hann segir Kviku hafa breyst frá því hann hafi áður haldið um stjórnartaumana.„Ég sé fjölmörg tækifæri til þess að efla Kviku áfram og það verður verkefni næstu missera að vinna úr þeim til hagsbóta fyrir hluthafa bankans. Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar,“ segir Ármann. Kvika banki Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Ármann hætti störfum sem forstjóri Kviku árið 2019 og tók þá Marinó við honum. Þar áður hafði Marinó verið aðstoðarforstjóri. Í tilkynningu Marinós segir hann ekki telja rétt að halda áfram að leiða félagið í áframhaldandi uppbyggingu þess en að hann sé stoltur af því sem hann hafi áorkað hingað til. „Ég hóf störf hjá Kviku fyrir rúmum sex árum og hef verið forstjóri félagsins síðustu fjögur ár. Á þessum tíma hefur bankinn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum landsins. Ég er stoltur af því hvað okkur, sem störfum hjá félaginu, hefur tekist að efla rekstur þess og vöxt,“ segir Marinó í tilkynningu. Hann segir félagið standa á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, séu farnar að skila sér. Kvika hafi auk þess aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skili miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan séu mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þem grunni. „Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.“ Haft er eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Kviku, að bankinn hafi eflst mjög síðan Marinó tók við. Hann þakkar Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og segir stjórnina óska honum velfarnaðar. „Þá er það ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ármanns Þorvaldssonar sem forstjóra bankans. Ármann hefur strax störf sem forstjóri og fáir sem þekkja til starfsemi Kviku jafnvel og hann. Reynsla og þekking Ármanns á fjármálamarkaði gerir það að verkum að hann verður öflugur leiðtogi bankans sem getur unnið af krafti úr þeim fjölmörgu tækifærum sem blasa við Kviku,“ segir Sigurður.Haft er eftir Ármanni í tilkynningunni að hann hlakki til að taka við forstjórastarfinu. Hann segir Kviku hafa breyst frá því hann hafi áður haldið um stjórnartaumana.„Ég sé fjölmörg tækifæri til þess að efla Kviku áfram og það verður verkefni næstu missera að vinna úr þeim til hagsbóta fyrir hluthafa bankans. Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar,“ segir Ármann.
Kvika banki Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira