Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2023 16:00 Luis Rubiales fagnar heimsmeistaratitli Spánverja. getty/Alex Pantling Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. Þegar spænsku leikmennirnir tóku á móti gullmedalíunum eftir 1-0 sigurinn á Englendingum í úrslitaleik HM í gær kyssi Rubiales Hermoso beint á munninn. Kossinn hefur vakið mikla athygli. Fyrst sagðist Hermoso vera ósátt við hann en dró síðan í land og bar blak af Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Sjálfur segist Rubiales ekki hafa gert neitt rangt og fór mikinn í viðtali við Radio Marca þar sem hann baunaði á þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir kossinn alræmda. „Kossinn með Jenni? Það eru hálfvitar alls staðar. Þegar fólk sýnir smá ástúð er ekki hægt að hlusta á hálfvitana. Við erum heimsmeistarar. Ég held mig við það,“ sagði Rubiales. Við sama tón kvað í viðtali við El Partidazo. „Við gefum kjaftæðinu ekki gaum. Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum nenni ég ekki meira kjaftæði og fleiri hálfvitum. Hunsum þetta og njótum okkar. Ekki segja mér frá hálfvitum sem sjá ekkert jákvætt. Það var ekkert illt í þessu. Leyfum hálfvitunum að bulla áfram. Það eru til fleiri hálfvitar en gluggar. Einbeitum okkur að þeim sem eru ekki fífl.“ Hermoso klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleiknum en það kom ekki að sök. Mark Olgu Carmona tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Þegar spænsku leikmennirnir tóku á móti gullmedalíunum eftir 1-0 sigurinn á Englendingum í úrslitaleik HM í gær kyssi Rubiales Hermoso beint á munninn. Kossinn hefur vakið mikla athygli. Fyrst sagðist Hermoso vera ósátt við hann en dró síðan í land og bar blak af Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Sjálfur segist Rubiales ekki hafa gert neitt rangt og fór mikinn í viðtali við Radio Marca þar sem hann baunaði á þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir kossinn alræmda. „Kossinn með Jenni? Það eru hálfvitar alls staðar. Þegar fólk sýnir smá ástúð er ekki hægt að hlusta á hálfvitana. Við erum heimsmeistarar. Ég held mig við það,“ sagði Rubiales. Við sama tón kvað í viðtali við El Partidazo. „Við gefum kjaftæðinu ekki gaum. Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum nenni ég ekki meira kjaftæði og fleiri hálfvitum. Hunsum þetta og njótum okkar. Ekki segja mér frá hálfvitum sem sjá ekkert jákvætt. Það var ekkert illt í þessu. Leyfum hálfvitunum að bulla áfram. Það eru til fleiri hálfvitar en gluggar. Einbeitum okkur að þeim sem eru ekki fífl.“ Hermoso klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleiknum en það kom ekki að sök. Mark Olgu Carmona tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira