Félagaskipti Petrovic hafa legið í loftinu síðustu daga en hann er annar markvörðurinn sem Chelsea kaupir í sumar en liðið fékk einnig Robert Sanchez til liðs við sig frá Brighton. Þeir munu nú berjast um sæti í liðinu en bæði Kepa Arrizabalaga og Edouard Mendy yfirgáfu Chelsea í sumar.
Petrovic á tvo landsleiki að baki fyrir Serbíu en hann hefur leikið með New England Revolutions síðan í fyrra og leikið 43 leiki fyrir félagið.
Welcome to Chelsea, Djordje Petrovic!
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 26, 2023
Samningur Chelsea og Petrovic er til sjö ára en talsvert hefur verið rætt um lengd þeirra samninga sem Chelsea hefur gert við nýja leikmenn síðustu mánuði.