Þessi 26 ára gamli skoski landsliðsmaður var keyptur til Arsenal fyrir 25 milljónir punda árið 2019 og hefur leikið 125 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað fimm mörk.
Tierney hefur þó fengið færri tækifæri með liðinu undanfarin misseri undir stjórn Mikel Arteta og byrjaði leikmaðurinn aðeins sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Þá hefur Tierney ekki verið í leikmannahóp Arsenal í fyrstu þrem leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og er talið að hann sé ekki inni í myndinni í áformum Arteta. Tierney kom þó inn á sem varamaður er Arsenal tryggði sér Samfélagsskjöldinn í upphafi mánaðar.
All the best this season, Kieran ❤️
— Arsenal (@Arsenal) August 27, 2023