Bestu mörkin: Tap í bikarúrslitum gerði útslagið í titilbaráttu Blika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 13:01 Breiðablik mátti þola óvænt 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og gengi liðsins hefur verið slakt síðan þá. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Breiðabliki hefur fatast flugið í síðustu leikjum og liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Vals. Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti