Scott McTominay gæti farið til Bayern og í staðinn fengi United Ryan Gravenberch. Bild greinir frá þessu.
McTominay hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði United eftir að Erik ten Hag tók við liðinu og hefur meðal annars verið orðaður við West Ham United.
Nú gæti skoski landsliðsmaðurinn hins vegar fengið tækifæri til að spila fyrir Þýskalandsmeistara síðustu ellefu ára.
United fengi þá í staðinn Gravenberch sem Ten Hag þekkir frá því hann stýrði Ajax á sínum tíma. Gravenberch kom til Bayern frá Ajax í fyrra. Hann var aðeins þrisvar sinnum í byrjunarliði Bayern í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Hinn 21 árs Gravenberch hefur leikið ellefu landsleiki fyrir Holland. Liverpool hefur einnig haft áhuga á honum.