Berfættur bóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2023 20:06 Steinunn Lilja í Haukholtum gengur meira og minna um allt berfætt á sumrin. Hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bóndi í Árnessýslu gengur til allra sinna verka berfættur og hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf með því þegar stoðkerfið og andleg líðan er annars vegar. Hann hvetur fólk til að vera eins mikið berfætt og hægt er. Bærinn er Haukholt í Hrunamannahreppi en þar er Steinunn Lilja Svövudóttir sauðfjárbóndi með sínum manni og fjórum börnum. Steinunn tók upp á því fyrir nokkrum árum að ganga sem allra mest berfætt yfir sumarið, sem hún segir núvitund í öllu sínu veldi. „Á meðan ég gekk í skóm var ég alltaf að snúa mig og fékk mikið af beinhimnubólgu í sköflungana, þannig að já, ég met það þannig að áhættan af þessu sé ekkert meiri fyrir mig en að ganga í skóm,“ segir Steinunn. En hvað er það sem er svona gott við að vera berfætt? „Endorfín er frábært en það er eitthvað aðeins extra þegar maður labbar í grýttu, já það hefur áhrif á margt.“ Þannig að þú færð svona kikk út úr þessu? „Já og svo líka eftir því sem ég labba meira berfætt er viðbragði betra. Fyrst þegar ég var að byrja á þessu meiddi ég mig svolítið. Maður var að stíga of hart á stórgrýti og eitthvað svoleiðis. Það gerist aldrei lengur en það er bara af því að viðbragðið upp í fótinn er orðið svo ósjálfrátt og mér finnst það hafa miklu víðtækari áhrif,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hún verði oft skítug á fótunum en þá skolar hún skítinn bara af í næsta drullupolli. Hún hvetur fólk til að prófa að ganga sem mest berfætt úti og tengja sig þannig við jörðina hvort sem það er heim við hús eða úti í náttúrunni. Steinunn er bóndi á bænum Haukholti í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Grín og gaman Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira
Bærinn er Haukholt í Hrunamannahreppi en þar er Steinunn Lilja Svövudóttir sauðfjárbóndi með sínum manni og fjórum börnum. Steinunn tók upp á því fyrir nokkrum árum að ganga sem allra mest berfætt yfir sumarið, sem hún segir núvitund í öllu sínu veldi. „Á meðan ég gekk í skóm var ég alltaf að snúa mig og fékk mikið af beinhimnubólgu í sköflungana, þannig að já, ég met það þannig að áhættan af þessu sé ekkert meiri fyrir mig en að ganga í skóm,“ segir Steinunn. En hvað er það sem er svona gott við að vera berfætt? „Endorfín er frábært en það er eitthvað aðeins extra þegar maður labbar í grýttu, já það hefur áhrif á margt.“ Þannig að þú færð svona kikk út úr þessu? „Já og svo líka eftir því sem ég labba meira berfætt er viðbragði betra. Fyrst þegar ég var að byrja á þessu meiddi ég mig svolítið. Maður var að stíga of hart á stórgrýti og eitthvað svoleiðis. Það gerist aldrei lengur en það er bara af því að viðbragðið upp í fótinn er orðið svo ósjálfrátt og mér finnst það hafa miklu víðtækari áhrif,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hún verði oft skítug á fótunum en þá skolar hún skítinn bara af í næsta drullupolli. Hún hvetur fólk til að prófa að ganga sem mest berfætt úti og tengja sig þannig við jörðina hvort sem það er heim við hús eða úti í náttúrunni. Steinunn er bóndi á bænum Haukholti í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Grín og gaman Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fleiri fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Sjá meira