Segir orðróm um yfirvofandi skilnað hafa haft miklar afleiðingar Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2023 07:50 Daníel prins og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Daníel heldur upp á fimmtugsafmæli sitt þann 15. september næstkomandi. EPA Daníel prins segir að þrálátur orðrómur um yfirvofandi skilnað hans og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hafa haft miklar afleiðingar. „Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016. Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016.
Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira