„Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Árni Sæberg skrifar 30. ágúst 2023 12:13 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Lilja sátt með skýrslu Lilju Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir þó að skýrslan sé ekki neikvæð. „Það er gott að fá þessa skýrslu, hún er yfirgripsmikil og það er búið að kafa ofan í ýmis atriði. Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Vaxtamunur hefur verið að lækka hjá heimilum og það kemur berlega í ljós og það er auðvitað okkar áhersla að sjá til þess að íslensk heimili og fyrirtæki séu að fá bankaþjónustu á eins góðu verði og við getum mögulega veitt.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bankarnir þurfi helst að lækka gengisálag og vaxtamun. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að aukin samkeppni og viðbrögð stjórnenda bankanna verði þess eðlis að þeir láti íslenska neytendur njóta þess að þeir hafi verið að hagræða,“ sagði Lilja. Landsbankinn komi sérstaklega vel út Lilja Björk segir að Landsbankinn komi vel út úr skýrslunni en alltaf megi gera betur. „Við sjáum greinilega í skýrslunni að gjöld hafa ekki hækkað að raunvirði. Þau hafa staðið í stað þrátt fyrir verðlagshækkanir. Þannig að það kemur mjög vel út fyrir okkur sérstaklega, Landsbankinn kemur mjög vel út í þessum samanburði. En við megum alltaf gera betur, en við erum líka að veita mjög víðtæka þjónustu til alls landsins og verðum auðvitað að sækja þann kostnað einhvern veginn. Módelið er það að þau borga sem nota, við sjáum það líka í samanburði við Norðurlöndin, þar borgar þú til dæmis árgjöld, hjá okkur borgar þú miðað við notkun.“ Þá sé vaxtamunur á þeirri þjónustu sem fólk notar mest aðeins tvö prósent og hafi aldrei verið lægri. „Þannig að við sjáum mjög góða hluti líka sem við erum að vinna að og við munum halda áfram að vinna að þessu fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. En skýrslan er flott og yfirgripsmikil og við fögnum henni,“ segir Lilja Björk. Hvetur bankastjóra til að taka höndum saman við neytendur Formaður Neytendasamtakanna segir skýrsluna sína meðal annars fram á það að vaxtamunur bankanna sé allt of hár og fari hækkandi. Þá sé ljóst að samkeppni sé ekki næg á bankamarkaði og hann skorar á stjórnendur bankanna að bregðast við skýrslunni Breki kom að gerð skýrslunnar.Stöð 2/Sigurjón „Þetta sýnir bara það að það er ekki fullkomin samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Við náttúrulega skorum á stjórnendur bankanna að bregðast við þessari skýrslu og taka höndum saman með okkur neytendum og lækka arðsemiskröfur sína. Arðsemi bankanna hefur hækkað töluvert á undanförnum árum, við sjáum að vaxtamunur hér er hærri en í nágrannalöndum okkar og það eru virkilega mikil tækifæri til að lækka álögur á okkur neytendur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Lilja sátt með skýrslu Lilju Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir þó að skýrslan sé ekki neikvæð. „Það er gott að fá þessa skýrslu, hún er yfirgripsmikil og það er búið að kafa ofan í ýmis atriði. Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Vaxtamunur hefur verið að lækka hjá heimilum og það kemur berlega í ljós og það er auðvitað okkar áhersla að sjá til þess að íslensk heimili og fyrirtæki séu að fá bankaþjónustu á eins góðu verði og við getum mögulega veitt.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bankarnir þurfi helst að lækka gengisálag og vaxtamun. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að aukin samkeppni og viðbrögð stjórnenda bankanna verði þess eðlis að þeir láti íslenska neytendur njóta þess að þeir hafi verið að hagræða,“ sagði Lilja. Landsbankinn komi sérstaklega vel út Lilja Björk segir að Landsbankinn komi vel út úr skýrslunni en alltaf megi gera betur. „Við sjáum greinilega í skýrslunni að gjöld hafa ekki hækkað að raunvirði. Þau hafa staðið í stað þrátt fyrir verðlagshækkanir. Þannig að það kemur mjög vel út fyrir okkur sérstaklega, Landsbankinn kemur mjög vel út í þessum samanburði. En við megum alltaf gera betur, en við erum líka að veita mjög víðtæka þjónustu til alls landsins og verðum auðvitað að sækja þann kostnað einhvern veginn. Módelið er það að þau borga sem nota, við sjáum það líka í samanburði við Norðurlöndin, þar borgar þú til dæmis árgjöld, hjá okkur borgar þú miðað við notkun.“ Þá sé vaxtamunur á þeirri þjónustu sem fólk notar mest aðeins tvö prósent og hafi aldrei verið lægri. „Þannig að við sjáum mjög góða hluti líka sem við erum að vinna að og við munum halda áfram að vinna að þessu fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. En skýrslan er flott og yfirgripsmikil og við fögnum henni,“ segir Lilja Björk. Hvetur bankastjóra til að taka höndum saman við neytendur Formaður Neytendasamtakanna segir skýrsluna sína meðal annars fram á það að vaxtamunur bankanna sé allt of hár og fari hækkandi. Þá sé ljóst að samkeppni sé ekki næg á bankamarkaði og hann skorar á stjórnendur bankanna að bregðast við skýrslunni Breki kom að gerð skýrslunnar.Stöð 2/Sigurjón „Þetta sýnir bara það að það er ekki fullkomin samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Við náttúrulega skorum á stjórnendur bankanna að bregðast við þessari skýrslu og taka höndum saman með okkur neytendum og lækka arðsemiskröfur sína. Arðsemi bankanna hefur hækkað töluvert á undanförnum árum, við sjáum að vaxtamunur hér er hærri en í nágrannalöndum okkar og það eru virkilega mikil tækifæri til að lækka álögur á okkur neytendur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“