Úlfur skoraði níu mörk í nítján leikjum í deild og bikar með FH áður en hann hélt út til Duke.
Hafnfirðingurinn var í byrjunarliði Duke þegar liðið mætti Princeton í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik en á 49. mínútu kom Úlfur Bláu djöflunum yfir.
49 | GOAL WOLFY
— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) September 4, 2023
First as a Devil
Duke 1 - 0 Princeton pic.twitter.com/0wWjecS4R7
First of many Wolfie Goals pic.twitter.com/1qlXOC2rcA
— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) September 5, 2023
Sjö mínútum síðar bætti Wayne Frederick öðru marki við. Fleiri urðu mörkin ekki og Duke vann góðan 2-0 sigur. Úlfur lék fyrstu 65 mínútur leiksins.
Úlfur er ekki eini Íslendingurinn sem lætur að sér kveða með fótboltaliði Duke. Þorleifur Úlfarsson skoraði nítján mörk fyrir Duke fyrir tveimur árum og var í kjölfarið valinn af Houston Dynamo með fjórða valrétti í nýliðavali MLS-deildarinnar.