„Þetta er það ljótasta sem einhver gæti sagt um mig“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 07:00 Tilfinningarnar báru Birgittu Líf ofurliði eins og sjá má í fyrsta þættinum af LXS. Stöð 2 Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagnrýni á fyrstu seríu raunveruleikaþáttanna LXS, í útvarpsþættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frumsýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+. „Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég held ég hafi bara verið brothætt akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Birgitta um gagnrýnina í brotinu sem horfa má á hér fyrir neðan. Gagnrýnin vakti töluverða athygli. Stelpurnar í LXS hafa áður gert stólpagrín að gagnrýninni í eigin klippu þegar tilkynnt var að sería tvö væri í bígerð. Hefði viljað sjá stelpurnar missa stjórn á sér Í gagnrýninni, sem bar yfirskriftina „Raunveruleiki leiðinlegasta folks sem þú þekkir,“ voru þættirnir gagnrýndir fyrir að hafa ekki náð því að vera meira en einhvers konar heimildarmynd um frekar þurran vinahóp. „Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti. Hún hefði öskrað: „Veistu ekki hver ég er?” á einhvern undirlaunaðan aðstoðarmann um leið og hún hefði ýtt myndavélinni frá sér og strunsað í burtu,“ var meðal annars sagt um þættina. Brotið úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í greininni. Eins og snjóbolti Birgitta Líf lýsir því í klippunni að frumsýning fyrri seríunnar hafi tekist vel til. Síðan hafi hins vegar strákarnir í Æði óvænt skotið á stelpurnar og gagnrýnin í Lestinni birst á sama tíma. Fólk megi hafa sínar skoðanir á stelpunum en þetta hafi verið of mikið á þessum tíma. „Síðan varð þetta ótrúlega persónulegt á mig og nokkrar af okkur og þá fékk maður bara svona, ég brotnaði bara niður. En það er líka bara eðlilegt, það var ekkert endilega bara út af þessu, þetta var snjóbolti og allt kom á sama tíma, þar til að maður sprakk.“ Birgitta var miður sín vegna ummælanna og hágrét í hópskilaboðum sem hún sendi vinkonum sínum í LXS. Hún segist ekki hafa getað meir á þessum tímapunkti og furðaði sig í skilaboðunum til vinkvenna sinna að einhver gæti sagt eitthvað svona ljótt um sig. „Af hverju er verið að tala svona um mig eða segja þetta eða hitt? Ég get ekki séð að ég sé að gera slæma hluti gagnvart neinum og þó ég segi sjálf frá er ég bara rosalega góð manneskja og ég kom heim og hágrét og leyfði mér að líða illa í smá tíma.“ Fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stöð 2+ strax í kjölfarið. Klippa: Birgitta Líf brotnar saman í fyrsta þætti af LXS
LXS Bíó og sjónvarp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið