Fundurinn hófst klukkan 10:45. Útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Textalýsing frá fundinum er svo neðst í fréttinni.
Á fundinum sat landsliðsþjálfarinn Åge Hareide fyrir svörum ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni sem verður fyrirliði í leikjunum tveimur í þessum mánuði.
Ísland sækir Lúxemborg heim klukkan 18:45 annað kvöld. Á mánudagskvöldið mætir Ísland svo Bosníu á Laugardalsvelli. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.