Það tók Spánverja rúmar tuttugu mínútur að skora fyrsta mark leiksins í kvöld en eftir það opnuðust flóðgáttir út fyrri hálfleikinn.
Alvaro Morata skoraði fyrsta markið á 22. mínútu eftir sendingu Marcos Asensio og Saba Kerkvelia varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfmark fimm mínútum síðar og staðan þá orðin 2-0 fyrir gestina.
Dani Olmo og Morata bættu við mörkum fyrir hlé og staðan í hálfleik 4-0 Spánverjum í vil.
Giorgi Chakvetadze minnkaði muninn fyrir Georgíu í upphafi síðari hálfleiks en Spánverjar voru þó ekki hættir. Morata bætti öðru marki sínu við á 65. mínútu og Nico Williams skoraði sjötta markið örskömmu síðar.
Hinn 16 ára Lamine Yamal skoraði svo sjöunda mark Spánar en hann er fæddur árið 2007. Hann er nú bæði yngsti leikmaðurinn til að spila og skora fyrir karlalandslið Spánar.
Lokatölur 7-1 og Spánverjar nú í öðru sæti A-riðils með sex stig eftir þrjá leiki.
LAMINE YAMAL SCORES ON HIS SPAIN DEBUT.
— B/R Football (@brfootball) September 8, 2023
16 YEARS OLD.
HISTORY MAKER. pic.twitter.com/Q8bcyEK75Z